Partilhar via


Mystery Skype og Mystery Number Skype

Kennslustofur þurfa ekki lengur að hafa veggi og í rauninni þurfa þær ekki lengur landamæri.

Áhugi erlendra kennara á Íslandi er mikill og marga sem langar að tengjast íslenskum kennurum til samstarfs. Við höfum möguleika á spennandi verkefnum í tengslum við Nordplus og Erasmus/etwinning en auk þess er hægt að vinna með kennurum í öðrum löndum í gegnum Skype. Fjölmargir kennarar á Íslandi hafa á síðustu misserum tekið þátt í Mystery Skype verkefnum með öðrum kennurum sem eru ýmist staddir hér á landi eða erlendis. Mystery Skype er kennsluaðferð sem þjálfar nemendur í samvinnu, rökhugsun, ensku, landafræði, tjáningu, samskiptum og gengur út á það að nemendur reynda, í sameiningu, að komast að því hvar hinn bekkurinn er staðsettur með því að spyrja já/nei spurninga. Venjan er að nemendur þyrstir í að kynna sér meira um landið/bæinn sem þau voru að kynnast og spyrja iðulega hvenær planið sé að fara næst í Mystery Skype.

Fyrir kennarar sem hafa áhuga á því að komast í samband við kennara á Íslandi er búið að stofna Facebook-hóp þar sem hægt er að óska eftir því að komast í samband við kennara.

Auk þess er Facebook-hópur fyrir þá sem vilja komast í samband við erlenda kennara og síða þar sem kennarar skrá sig til að láta aðra vita af því að þeir hafi áhuga á því að spila Mystery Skype

 

Mystery Number Skype

Aldur þarf ekki að vera fyrirstaða þegar kemur að Mystery Skype og nú hafa nokkrir frjóir kennarar búið til leik sem kallast Mystery Number Skype. Það getur verið flókið fyrir unga nemendur að átta sig á því hvar þeir búa en flestir þeirra þekkja tölur og geta svarað spurningum sem tengjast þeim. Mystery Number Skype hefur sömu markmið og Mystery Skype nema það að nú giska nemendur á tölu sem hinn bekkurinn er búinn að ákveða í sameiningu. Eins og í Mystery Skype að þá spyrja nemendur já og nei spurninga til þess að útiloka tölur og fikra sig nær þeirri réttu.

Mystery Number Skype hentar vel fyrir yngstu nemendur okkar, bæði í grunn- og leikskóla. Nemendur læra:

  • hver á sínum hraða og búa til spurningar í sameiningu til að útiloka tölur þ.a. þau komist að því hver sé tala hinna krakkana
  • að nemendur annars staðar á landinu eða í öðrum löndum eru að læra um nákvæmlega sama hlutinn og þau.
  • að hægt er að nota tæknina til að hjálpa til við lærdóm.