Condividi tramite


Nýtt vefnámskeið - MakeCode fyrir micro:bit

Á vefnum education.microsoft.com er aragrúi af námskeiðum fyrir kennara að nota með sínum nemendum. Mig langar að nefna hér eitt nýtt námskeið fyrir micro:bit - "Introduction to Computer Science, with MakeCode for micro:bit". Þetta er 14 vikna námskeið ætlað nemendum 11-14 ára og er micro:bit og MakeCode notað til að kynna fyrir nemendum forritun og upplýsingatækni með áþreifanlegum verkefnum. Mæli með því að þið skoðið þetta námskeið fyrir næsta haust og notið micro:bit og MakeCode með ykkar nemendum.