Condividi tramite


Hagnýt notkun upplýsingatækni í skólastarfi

Microsoft, í samstarfi við Þekkingu, hélt vel heppnaða ráðstefnu síðastliðinn fimmtudag í Háskólanum á Akureyri. Rúmlega 90 manns, víðsvegar af norðurlandi, mættu og hlustuðu á áhugaverð erindi um notkun Microsoft lausna í skólastarfi og greinilegt að það er mikill áhugi á notkun upplýsingatækni í skólum. Á ráðstefnunni voru erindi frá fulltrúum Microsoft á Íslandi auk erinda frá kennurum af grunn-, framhalds- og háskólastigi sem öll sýndu fram á notagildi lausna sem Microsoft hefur verið að þróa undanfarin ár.

Á næstu dögum verða upptökur frá ráðstefnunni gerðar aðgengilegar þannig að þeir sem ekki komust á ráðstefnuna geti hlustað og horft á það sem fram fór.

 

file file1 file2Cvzd6GNWgAADEn5 (1) file4 file5file320161027_160701