Partager via


Micro:bit á Íslandi

Kennurum sem taka þátt í Micro:bit verkefninu var boðið á vinnustofu síðastliðinn þriðjudag 15. nóv og var mjög góð mæting en yfir 80 kennarar mættu og rúmlega 100 horfðu á og tóku þátt í gegnum streymi sem Menntavísindasvið HÍ bauð upp á.

Jacqueline Russel og Peli de Halleux leiddu kennsluna en þau eru sérfræðingar frá Microsoft og búa yfir víðtækri reynslu við að kenna og þjálfa kennara.

Óhætt er að segja að þátttakendur hafi skemmt sér vel og fengu fjölbreytt verkefni að glíma við og verður gaman að fylgjast með kennurum og nemendum þeirra í vetur.
KrakkaRÚV tekur þátt í verkefninu og útfærir á mjög skemmtilegan hátt -> https://krakkaruv.is/heimar/kodinn

Facebook síða fyrir verkefnið Kóðað til góðs hefur verið stofnuð og er hún opin öllum -> https://www.facebook.com/groups/1798914656991695/

Búið er að dreifa yfir 8000 Micro:bit tækjum til skóla og hafa yfir 150 skólar skráð sig til leiks.
Fjöldi fyrirtækja styðja við þetta verkefni með ýmsum hætti.

Hægt er að sjá upptökuna af vinnustofunni hér https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=622275d5-bf67-406c-bac9-4cd33228b5f4 wp_20161115_16_33_58_rich