Share via


10 leiðir til að nota Onenote í kennslu

Við förum ekkert ofan af því að Onenote er eitt öflugasta verkfæri sem kennarar geta notað með sínum nemendum. Fiona Beal, kennari og rithöfundur í Suður-Afríku, skrifaði áhugaverða grein þar sem hún tiltekur 10 árangursríkar leiðir fyrir kennara til að nota Onenote í kennslu. Við hvetjum ykkur til þess að lesa greinina, skoða myndböndin sem þar er að finna og prófa þá hluti sem hún tiltekur, hér verður stiklað á stóru.

Hún, eins og fleiri, mælir með því að kennarar noti Onenote 2016 sem er langbesta útgáfan af Onenote. Hún mælir einnig með því að kennarar:

  1. geri to-do lista fyrir daginn og/eða vikuna
  2. setji liti á síður og jafnvel línur ef þess þarf
  3. setji inn skjöl, ýmist sem viðhengi eða 'print-out'
  4. tileinki sér 'digital inking' með því að skrifa beint á skjáinn
  5. haldi utan um greinar og vefsíður
  6. noti Onenote clipper
  7. tileinki sér notkun sniðmáta (e: template)
  8. tali inn minnispunkta með því að taka upp hljóð
  9. taki upp myndbönd og geymi í Onenote
  10. setji upp og haldi utan um kennsluáætlanir